Vettvangsferð til Akureyrar

(1909252)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
24.09.2019 2. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Vettvangsferð til Akureyrar
Nefndin heimsótti Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem Benedikt Barðason, Anna María Jónsdóttir, Helga Jónasdóttir og Jóhannes Árnason tóku á móti nefndinni. Nefndin fékk skoðunarferð um skólann sem og kynningu um starfsemi hans.

Þá tók Jafnréttisstofa á móti nefndinni, kynnti starfsemi sína og helstu verkefni. Katrín Björg Ríkarðsdóttir tók á móti nefndinni ásamt Arnfríði Aðalsteinsdóttur, Bergljótu Þrastardóttur, Kristínu Ólafsdóttur, Tryggva Hallgrímssyni og Úlfhildi Jónu Þórarinsdóttur.

Í hádeginu fékk nefndin kynningu á málefnum Háskólans á Akureyri frá Eyjólfi Guðmundssyni og sérstaka kynningu um nám í lögreglufræði frá Guðmundi Oddssyni. Að auki sátu fundinn og fræddu nefndina Rannveig Björnsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Hólmar Svansson, Katrín Árnadóttir, Vaka Óttarsdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir og Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir.

Nefndin fékk kynningu um starfsemi og skoðunarferð um lögreglustöðina hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Á móti nefndinni tóku Halla Bergþóra Björnsdóttir, Kristján Kristjánsson og Jónas H. Sigurðsson.

Að lokum kynnti nefndin sér málefni sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Á móti nefndinni tóku Svavar Pálsson, Halldór Þormar Halldórsson, Guðjón Jóel Björnsson og Birna Ágústsdóttir.

Fleira var ekki gert.