Tungumál á Vestur-Norðurlöndum

Frumkvæðismál (1909305)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.10.2019 3. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Tungumál á Vestur-Norðurlöndum
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, ræddi stöðu tungumálanna á Vestur-Norðurlöndum á tímum stafrænnar byltingar. Hann sagði framtíð tungumála ráðast af því hversu vel þau nýttust í daglegu lífi og viðhorfi unga fólksins til þeirra. Hann benti á að umfangsmikil þekking á máltækni á Íslandi gæti nýst nágrannaþjóðunum, sérstaklega Færeyingum. Fyrsta skrefið væri að gera yfirlit yfir málleg gögn sem til staðar væru á færeysku og grænlensku og nýst gætu við þjálfun hugbúnaðar.