Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun

Frumkvæðismál (1909306)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.02.2021 33. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að ljúka máli með eftirfarandi bókun:

Við umfjöllun málsins varð nefndin þess áskynja að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafði ekki brugðist við erindum umboðsmanns Alþingis þar sem farið var fram á upplýsingar um viðbrögð stjórnvalda. Nefndin óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu sem baðst velvirðingar á því að hafa ekki brugðist við erindunum en það hafi m.a. stafað af annríki í tengslum við verkefni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Nefndin hefur nú verið upplýst um að ráðuneytið hafi brugðist við erindum umboðsmanns sem telur þær upplýsingar fullnægjandi að sinni.
25.11.2020 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun
Nefndin fjallaði um málið. Ákveðið að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna samskipta ráðuneytisins við embætti umboðsmanns Alþingis.
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun
Nefndin ræddi málsmeðferð.
27.11.2019 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun
09:18 Á fund nefndarinnar kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Gerði hann grein fyrir málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

09:47 Á fund nefndarinnar komu Björn Þór Hermannsson skrifstofustjóri, Hilda Hrund Cortez og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerði grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.11.2019 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun
Samþykkt tillaga um að fá umboðsmann á fund til að kynna málið og fulltrúa fjármála- og efnhagsráðuneyti til að fara yfir viðbrögð við ábendingu umboðsmanns.