Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis

Skýrsla (1909325)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.10.2020 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis
Nefndin ræddi málið. Nefndin samþykkti að ljúka umfjöllun sinni með eftirfarandi bókun:

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund fulltrúa Ríkisendurskoðunar, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarðar. Innan nefndarinnar hefur farið fram umræða um efni skýrslunnar og hefur nefndin kallað eftir frekari upplýsingum og komið á framfæri sjónarmiðum sínum um tiltekin mál sem hún taldi þörf á. Að mati nefndarinnar hefur verið brugðist greiðlega við fyrirspurnum og ábendingum nefndarinnar og telur hún því ekki þörf á frekari umfjöllun. Nefndin vill að öðru leyti taka undir ábendingar ríkisendurskoðanda og beinir því til umhverfis- og auðlindaráðuneytis að taka mið af þeim við endurskoðun á málefnum þjóðgarða og náttúruverndarsvæða.
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari taki saman drög að bókun í fundargerð um málsmeðferð.
26.05.2020 63. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri, Björgvin Valdimarsson og Orri Páll Jóhannsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
24.02.2020 41. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis
Á fund nefndarinnar komu Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri og Stefán Guðmundsson skrifstofustjóri frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Magnús Guðmundsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, Snorri Ingimarsson og Vilhjálmur Árnason frá Vatnajökulsþjóðgarði.

Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
23.10.2019 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Steingerður Ólafsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri, Stefán Guðmundsson skrifstofustjóri og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Magnús Guðmundsson frá Vatnajökulsþjóðgarði. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.