Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október 2019

(1910179)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.10.2019 8. fundur utanríkismálanefndar Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október 2019
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Kristínu Höllu Kristinsdóttur og Bergþóri Magnússyni frá utanríkisráðuneyti, Guðmundi Kára Kárasyni frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kjartani Ingvasyni og Helgu Barðadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október nk. og svaraði spurningum nefndarmanna. Í kjölfarið fór fram nánari umfjöllun með sérfræðingum ráðuneytanna sem jafnframt svöruðu spurningum nefndarmanna.