Vettvangsferð í Hveragerði og á Selfoss

(1910307)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
31.10.2019 9. fundur velferðarnefndar Vettvangsferð í Hveragerði og á Selfoss
Nefndin heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem Díana Óskarsdóttir, Ari Sigurðsson, Anna María Snorradóttir og Cecilie B. H. Björgvinsdóttir tóku á móti nefndinni og kynntu starfsemi stofnunarinnar.

Þá heimsótti nefndin vinnu- og hæfingarstöð VISS á Selfossi þar sem Ragnhildur Jónsdóttir tók á móti nefndinni. Nefndin fékk skoðunarferð um vinnustofuna sem og kynningu á starfseminni.

Þá fór nefndin heimsókn á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem Ingi Þór Jónsson, Brynjar Þórsson, G. Birna Guðmundsdóttir, Gunnlaugur K. Jónsson og Margrét Grímsdóttir tóku á móti nefndinni. Nefndin fékk skoðunarferð um heilsustofnunina og kynningu á starfseminni.

Að lokum heimsótti nefndin Ás - dvalar- og hjúkrunarheimili í Hveragerði þar sem Gísli Páll Pálsson og Birna Sif Atladóttir tóku á móti nefndinni og kynntu starfsemi dvalar- og hjúkrunarheimilisins.

Fleira var ekki gert.