Öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila og eftirlit með þeim

Frumkvæðismál (2001038)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.01.2020 31. fundur atvinnuveganefndar Öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila og eftirlit með þeim
Á fund nefndarinnar mættu Skarphéðinn Berg Steinarsson og Helena Karlsdóttir frá Ferðamálastofu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir viku af fundi lagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir fram eftirfarandi bókun:
„Ég mótmæli harðlega framkomu og orðavali þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar í minn garð fyrir framan gesti á lokuðum nefndarfundi. Slík hegðun þingmanns við annan þingmann er algjörlega ólíðandi, hvað þá fyrir framan gesti á þingnefndarfundi og ekki í takt við 5. og 8. grein siðareglna alþingismanna.“

Í kjölfarið lagði Ásmundur Friðriksson fram eftirfarandi bókun:
„Ég þreyttist á ítrekuðum framíköllum og truflunum Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur í minn garð þegar ég var með orðið á fundi nefndarinnar. Það veldur mér vonbrigðum að þingmaðurinn taki ekki afsökunarbeiðni mína til greina þegar henni hefur verið komið á framfæri í þrígang, við þingmanninn og við sitjandi formann nefndarinnar.“