Samningur við Seðlabanka Íslands um ríkisábyrgðir til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja

Frumkvæðismál (2004030)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.04.2020 61. fundur fjárlaganefndar Samningur við Seðlabanka Íslands um ríkisábyrgðir til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Gestirnir kynntu umsögn Ríkisendurskoðunar um samning fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Seðlabanka Íslands um ríkisábyrgðir til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um efni samningsins.
15.04.2020 60. fundur fjárlaganefndar Samningur við Seðlabanka Íslands um ríkisábyrgðir til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja
Til fundarins komu Sigurður H. Helgason, Jón Gunnar Vilhelmsson og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu samning milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabanka Íslands um ríkisábyrgðir til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um efni samningsins.