Málefni Ísraels og Palestínu

(2005213)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.05.2021 31. fundur utanríkismálanefndar Málefni Ísraels og Palestínu
Nefndin fjallaði um málið.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Minni hluti utanríkismálanefndar fordæmir hvers kyns árásir á óbreytta borgara í átökum undanfarna daga á svæðum Ísraels og Palestínumanna. Minni hlutinn leggur áherslu á að alþjóðalög og mannréttindi séu virt í hvívetna og að öryggi almennings verði tryggt. Ólíðandi er að loftárásum sé beitt gegn saklausum borgum þar sem fjöldi barna hefur látið lífið í verstu stríðsátökum á svæðinu síðan 2014. Að sama skapi harmar minni hlutinn að eldflaugaárásum sé beint gegn óbreyttum borgurum. Alþjóðasamfélagið verður að gefa skýr skilaboð um að leggja eigi niður vopn strax og að friðsamlegar lausnir í deilunni milli Ísrael og Palestínu sé eina lausnin.

Ísland á í sérstöku sambandi við bæði Palestínu og Ísrael. Ísland var fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu með samhljóða samþykkt Alþingis 2011 en Ísland lék einnig sérstakt hlutverk þegar Ísrael varð fullvalda ríki árið 1948. Minni hlutinn hvetur til þess að utanríkisráðherrar Norðurlanda beiti sér sameiginlega á alþjóðlegum vettvangi í kröfunni um tafarlaust vopnahlé og að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir að neyðaraðstoð og hjálpargögn komist til nauðstaddra á svæðinu.“
19.06.2020 41. fundur utanríkismálanefndar Málefni Ísraels og Palestínu
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Davíð Loga Stefánssyni frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
27.05.2020 35. fundur utanríkismálanefndar Málefni Ísraels og Palestínu
Á fund nefndarinnar komu Martin Eyjólfsson og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.