Umsagnabeiðnir

(2010193)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.02.2021 47. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Umsagnabeiðnir
Nefndin ákvað að heimila formanni, fyrir hönd nefndarinnar, að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað á yfirstandandi löggjafarþingi, sbr. 1. mgr. 28. gr. þingskapa, enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók fram að hann væri ekki mótfallinn framangreindri bókun enda væri um tímabundið tilraunaverkefni að ræða.
13.10.2020 2. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Umsagnabeiðnir
Nefndin fjallaði um málið.