Uppbygging flutningskerfis raforku

Frumkvæðismál (2010331)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
09.11.2020 9. fundur atvinnuveganefndar Uppbygging flutningskerfis raforku
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Ásmundsson og Sverrir Jan Norðfjörð frá Landsneti og Dr. Guðni A. Jóhannesson og Rán Jónsdóttir frá Orkustofnun.

Kynntu Guðmundur Ingi og Sverrir Jan kerfisáætlun Landsnets 2020 - 2029 og í framhaldi svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Páll Erland frá Samorku. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
22.10.2020 6. fundur atvinnuveganefndar Uppbygging flutningskerfis raforku
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Guðmund Inga Ásmundsson frá Landsneti, Hörð Árnason frá Landsvirkjun, Dr. Guðna A. Jóhnnesson frá Orkustofnun og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.