Vinnumarkaðsaðgerðir á tímum kórónuveiru - COVID-skýrsla nr. 2

Skýrsla (2012048)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.02.2021 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinnumarkaðsaðgerðir á tímum kórónuveiru - COVID-skýrsla nr. 2
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður lagði til að málinu yrði lokið með eftirfarandi bókun:

Nefndin lýsir ánægju sinni með frumkvæði Ríkisendurskoðunar að hefja samtímaeftirlit með tilteknum efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Slíkt samtímaeftirlit styrkir eftirlit Alþingis með því að nýting ríkisfjár sé skilvirk, að staðinn sé vörður um hagsmuni ríkissjóðs og útgreiðslur úr honum séu í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.

Líneika Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórarinn Ingi Pétursson tóku undir bókunina.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.
14.12.2020 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Vinnumarkaðsaðgerðir á tímum kórónuveiru - COVID-skýrsla nr. 2
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Björgvin Helgason, Haraldur Guðmundsson og Jóhannes Jónsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.