Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.

Önnur mál nefndarfundar (2101021)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Björn Leví Gunnarsson Umsögn 3. minni hluta (Björn Leví Gunnarsson) 26.04.2022
Fjárlaganefnd 26.04.2022
Efnahags- og viðskiptanefnd Umsögn efnahags- og viðskiptanefndar um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 20.01.2021
Fjárlaganefnd Umsögn fjárlaganefndar um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 20.01.2021
Alþýðusamband Íslands 18.01.2021
Bankasýsla ríkisins 15.01.2021
Samkeppniseftirlitið 14.01.2021
Samtök atvinnulífsins 14.01.2021
Kauphöll Íslands hf. 13.01.2021
Bankasýsla ríkisins Kynning fyrir efnahags og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd 12 janúar 2021 11.01.2021
Bankasýsla ríkisins Minnisblað til ráðherra 08.01.2021
Bankasýsla ríkisins Tillaga til ráðherra 08.01.2021
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Bréf til Alþingis frá fjármála- og efnahagsráðherra 08.01.2021
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Bréf til Banskasýslu ríkisins 08.01.2021
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka 08.01.2021

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
31.03.2022 38. fundur fjárlaganefndar Greinargerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Til fundarins komu Lárus Blöndal og Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslunni. Þeir gerðu grein fyrir sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.
08.03.2022 29. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslu ríkisins.

Nefndin ákvað að senda fjármála- og efnahagsráðherra umsögn um greinargerð ráðherra um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
04.03.2022 28. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Gunnar Pálsson og Ólaf Frey Þorsteinsson frá Samkeppniseftirlitinu og Gunnar Jakobsson, Björk Sigurgísladóttur og Ragnar Árna Sigurðarson frá Seðlabanka Íslands.
02.03.2022 28. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns.
Til fundarins komu Gylfi Magnússon frá Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson frá Háskólanum í Reykjavík.
Kl. 10:30. Jón Daníelsson frá London School of Economics. Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
01.03.2022 26. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Harðarson, Baldur Thorlacius og Adelu Lubina frá Kauphöll Íslands, Önnu Hrefnu Ingimundardóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Róbert Farestveit og Arnald Sölva Grétarsson frá Alþýðusambandi Íslands.
28.02.2022 Fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
24.02.2022 25. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Vilhelmsson, Sigurð Helga Helgason og Harald Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jón Gunnar Jónsson, Lárus L. Blöndal, Þórólf H. Þorsteinsson og Karl Finnbogason frá Bankasýslu ríkisins.
23.02.2022 27. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Til fundarins komu Róbert Farestveit og Arnaldur Sölvi Kristjánsson frá ASÍ.
Kl. 9:40. Anna Hrefna Ingimundardóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum um efni þeirra.
21.02.2022 26. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Til fundarins komu Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslunni og Jón Gunnar Vilhelmsson, Sigurður H. Helgason og Haraldur Steinþórsson fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.
02.02.2022 Fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
02.02.2022 Fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
09.06.2021 84. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Vilhelmsson og Sigurð H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jón Gunnar Jónsson, Lárus L. Blöndal, Þórólf H. Þorsteinsson og Karl Finnbogason frá Bankasýslu ríkisins.
09.06.2021 74. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Til fundarins komu Jón Gunnar Jónsson, Lárus Blöndal, Þórólfur H. Þorsteinsson og Karl Finnbogason frá Bankasýslu ríkisins. Þá komu Sigurður H. Helgason og Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu útboð á sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna um það mál.
20.01.2021 36. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Formaður lagði fram lokadrög að athugasemdum nefndarinnar um áformaða sölumeðferð á eignarhlutum Íslandsbanka hf. Ræddi nefndin þau á fundinum og er gert ráð fyrir að athugasemdirnar verði fullfrágengnar síðar í dag og verði þá sendar fjármála- og efnahagsráðherra.
19.01.2021 37. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf.
Nefndin ákvað að senda fjármála- og efnahagsráðherra umsögn um greinargerð ráðherra um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
18.01.2021 35. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Formaður lagði fram fyrstu drög að athugasemdum nefndarinnar um áformaða sölumeðferð á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. Voru þau síðan rædd á fundinum.
15.01.2021 36. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Nefndin fjallaði um málið.
14.01.2021 35. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Jakobsson, Unni Gunnarsdóttur og Björk Sigurgísladóttur frá Seðlabanka ÍSlands, Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur, Baldur Thorlacius og Magnús Harðarson frá Kauphöllinni, Pál Gunnar Pálsson, Ólaf F. Þorsteinsson og Val Þráinsson frá Samkeppniseftirlitinu og Gylfa Zöega, Gylfa Magnússon og Guðrúnu Johnsen.
14.01.2021 34. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Til fundarins komu Guðrún Hafsteinsdóttir, Þórey S. Þórðardóttir, Gylfi Jónasson og Ólafur Sigurðsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Þau svöruðu spuringum nefndarmanna um málið.
Kl. 13:55. Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Hann fór yfir umsögn stofnunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 14:29. Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Þær kynntu umsögn samtakanna og svöruðu spurningum um efni hennar.
Kl. 15:31. Gunnar Jakobsson, Unnur Gunnarsdóttir og Björk Sigurgísladóttir frá Seðlabanka Íslands. Þau fóru yfir málið út frá sjónarmiðum um fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlits. Auk þess svöruðu þau spurningum nefndarmanna um málið.
13.01.2021 34. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Birnu Einarsdóttur og Hallgrím Snorrason frá Íslandsbanka, Drífu Snædal og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur frá BSRB, Þóreyju S. Þórðardóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Gylfa Jónasson og Ólaf Sigurðsson frá Landssamtökum Lífeyrissjóða og Katrínu Júlíusdóttur og Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
13.01.2021 33. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Til fundarins komu Katrín Júlíusdóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Þau svöruðu spurningum frá nefndarmönnum.
Kl. 10:03. Magnús Harðarson, Baldur Thorlacius og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir frá Kauphöllinni. Þau fóru yfir umsögn sína og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 10:36. Drífa Snædal og Róbert Farestveit frá ASÍ. Þau kynntu afstöðu ASÍ til fyrirhugaðrar sölu á eignarhlutum í bankanum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá mun formlegri umsögn verða komið á framfæri við nefndina á næstunni.
12.01.2021 33. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslu ríkisins og Sigurð H. Helgason, Jón Gunnar Vilhelmsson, Hrafn Hlynsson, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Esther Finnbogadóttur.
12.01.2021 32. fundur fjárlaganefndar Greinagerð um sölu á hlut í Íslandsbanka
Nefndin fundaði um málið til kl. 13:30. Þá komu Sigurður Helgi Helgason, Jón Gunnar Vilhelmsson, Esther Finnbogadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til fundarins og kynntu greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. Auk þess svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Kl.15:10. Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslu ríkisins. Þeir kynntu fyrirhugaða sölumeðferð á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.