Skýrsla RE um reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Skýrsla (1308028)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.01.2014 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrsla Ríkisendurskoðunar
Formaður gerði grein fyrir drögum að áliti og nefndin fjallaði um það. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni.
05.12.2013 20. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrsla Ríkisendurskoðunar
Nefndin fékk á sinn fund Hafstein Sæmundsson frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fór hann yfir sjónarmið sín til skýrslunnar og reiknilíkansins og svaraði spurningum nefndarmanna
03.12.2013 19. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrsla Ríkisendurskoðunar
Á fund nefndarinnar komu Dagný Brynjólfsdóttir, Hrönn Ottósdóttir, Margrét Björk Svavarsdóttir og Sveinn Magnússon frá velferðarráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins til skýrslunnar og þeirri vinnu sem væri í gangi um málið í ráðuneytinu auk þess að svara spurningum nefndarmanna.
24.09.2013 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla RE um reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni
Kristín Kalmansdóttir kynnti skýrsluna fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Þóri Óskarssyni.