Eftirfylgni RE um skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010)

Skýrsla (1309032)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.03.2014 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um eftirfylgni: Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010).
Á fund nefndarinnar komu Sveinn Magnússon, Dagný Brynjólfsdóttir og Óskar Reykdalsson frá velferðarráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Formaður lagði til að umfjöllun nefndarinnar um skýrsluna yrði lokið. Var það samþykkt
18.03.2014 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010). Skýrsla um eftirfylgni
Á fund nefndarinnar komu Skúli Þór Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneyti, Páll Egill Winkel frá Fangelsismálastofnun og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti efni skýrslunnar. Þá kynntu Skúli og Páll sjónarmið ráðuneytis og Fangelsismálastofnunar. Gestir svöruðu því næst spurningum nefndarmanna.
08.10.2013 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um eftirfylgni: Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010)
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir eftirfylgniskýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.
24.09.2013 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirfylgni RE um skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010)
Frestað að taka málið fyrir.