Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)

(1405121)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
17.04.2018 23. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar kom Stefán Már Stefánsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Gesturinn kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
11.04.2018 20. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Pálsson, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti, Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Guðni A. Jóhannesson frá Orkustofnun.

Gestirnir kynntu þriðja orkupakkann og svöruðu spurningum nefndarmanna.
20.09.2016 66. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Nefndin ræddi málið sem vísað var til nefndarinnar í samræmi við 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Samþykkti var að ljúka umfjöllun um það og senda utanríkisráðherra bréf þess efnis.
13.09.2016 62. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneytið og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
25.06.2015 50. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Fóru þau yfir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
12.03.2015 26. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir minnisblað ráðuneytanna um útfærslu og áhrif aðlögunartexta vegna upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn, dags. 23. febrúar sl., og svöruðu spurningum nefndarmanna.
15.12.2014 18. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar kom Stefán Már Stefánsson, prófessor. Fór hann yfir stjórnskipuleg álitamál tengd málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.
11.12.2014 17. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Ákveðið var að fá sérfræðing í stjórnskipunarrétti á fund nefndarinnar fljótlega.
11.12.2014 16. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
27.11.2014 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Brynjar Níelsson 1. varaformaður kynnti drög að áliti til utanríkismálanefndar vegna málsins. Samþykkt að afgreiða málið, allir með.
20.11.2014 18. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Jóhanna Bryndís fór yfir stjórnskipulegan þátt málsins og Ingvi Már yfir efnislegan þátt málsins. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
18.11.2014 17. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Frestað.
13.11.2014 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Formaður lagði til að málið yrði tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
29.10.2014 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og gerðu grein fyrir tillögu að lausn á stjórnskipulegum álitaefnum sem byggist á svokallaðri tveggja stoða lausn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að óska eftir að Björg Thorarensen og Stefán Már komi á fund nefndarinnar til að fjalla um stjórnskipulegar heimildir landsréttar við innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB.
29.10.2014 10. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
23.10.2014 10. fundur atvinnuveganefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Afgreitt var frá nefndinni álit til utanríkismálanefndar um gerðir Evrópusambandsins sem varða innri raforkumarkað. Undir nefndarálit rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, ÞórE.
14.10.2014 7. fundur atvinnuveganefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Nefndin ræddi um framangreinda gerð Evrópusambandsins og fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Önnu Katrínu Vilhjálmsdóttur frá utanríkisráðuneyti.
09.10.2014 6. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn)
Á fund nefndarinnar komu Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og gerðu grein fyrir efni tilskipunarinnar og stjórnskipulegu álitaefnum málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.