Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms

(önnur mál nefnda)

 • 68. fundur alls­herjar- og mennta­mála­nefndar á 145. þingi, þann 27.05.2016
  Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms:
  Nefndin hélt afram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Þórunni Guðmundsdóttur, Gunnar Guðbjörnsson og Sigurð Flosason frá Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík, Freyju Gunnlaugsdóttur frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Júlíönu Indriðadóttur frá Samtökum tónlistarskólastjóra, Sigrúnu Grendal og Dagrúnu Hjartardóttur frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Elínu Pálsdóttur frá jöfnunarsjóði, Guðjón Bragason og Klöru E. Finnbogadóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigfríði Björnsdóttur frá Reykjavíkurborg. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

 • 67. fundur alls­herjar- og mennta­mála­nefndar á 145. þingi, þann 26.05.2016
  Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms:
  Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Illuga Gunnarsson og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

 • 66. fundur alls­herjar- og mennta­mála­nefndar á 145. þingi, þann 25.05.2016
  Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms:
  Tekin var ákvörðun að nefndin myndin flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðum nemenda til tónlistarnáms.