Framkvæmd fjárlaga 2017

(1703025)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.06.2017 58. fundur fjárlaganefndar Til fundarins komu Haukur Guðmundsson, Pétur U. Fenger og Brynhildur Þorgeirsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu málasviða ráðuneytisins á fyrsta ársfjórðungi 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sérstaklega var rætt um fjármál vegna hælisleitenda.

Til fundarins komu Gísli Þ. Magnússon, Auður B. Árnadóttir og Helgi F. Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu málasviða ráðuneytisins á fyrsta ársfjórðungi 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Til fundarins komu Ólafur Darri Andrason, Unnur Ágústsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneytinu og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu málasviða ráðuneytisins á fyrsta ársfjórðungi 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
14.06.2017 57. fundur fjárlaganefndar Til fundarins komu Viðar Helgason, Elín Guðjónsdóttir, Kristinn Jónasson og Íris Hannah Atladóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og kynntu afkomugreinargerð ríkissjóðs fyrir tímabilið janúar - mars 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.
27.03.2017 38. fundur fjárlaganefndar Farið var yfir upplýsingar um framkvæmd fjárlaga 2017.
22.03.2017 37. fundur fjárlaganefndar Til fundarins komu Hermann Sæmundsson, Pétur Fenger og Ingilín Kristmannsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Þau lögðu fram og fóru yfir kynningarefni um veikleikamati í rekstri stofnana ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna um það efni.
Um kl. 10:15 kom Guðrún Gísladóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til fundarins. Hún lagði einnig fram kynningarefni um veikleikamat í rekstri stofnana ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna um það efni.
08.03.2017 33. fundur fjárlaganefndar Til fundarins komu Gísli Þ. Magnússon, Marta G. Skúladóttir, Helgi F. Kristinsson og Auður B. Árnadóttir frá mennta- og menningarmálaráðneytinu.

Farið yfir afkomu stofnana ráðuneytisins á sl. ári. Kynnt nýtt verklag, sýnishorn og skýrslugjöf við áhættumat á yfirstandandi ári. Dreift minnisblöðum um framkvæmd fjárlaga og stefnumörkun stofnana. Spurningum nefndarmanna svarað.

Til fundarsins komu Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneytinu. Fjárhagsveikleikar yfirstandandi árs voru kynntir og spurningum nefndarmanna svarað.
06.03.2017 32. fundur fjárlaganefndar Til fundarins komu Sigurður H. Helgason, Viðar Helgason og Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og ræddu kynningarefni um ábyrgð og eftirlit með framkvæmd fjárlaga, millifærslur fjárveitinga og notkun varasjóða, áhættumat ársins 2017 og lokafjárlög 2015. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.