Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.

Frumkvæðismál (1703341)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.01.2020 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Tillaga um skipun Brynjars Níelssonar, Kolbeins Óttarssonar Proppé og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í undirnefnd til að vinna að málinu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
01.06.2018 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck og Aufhauser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Finnur Þór Vilhjálmsson fyrrverandi starfsmaður rannsóknarnefndarinnar. Tryggvi fór yfir minnisblað sitt til nefndarinnar og Finnur Þór gerði grein fyrir samantekt um samanburð gagna og upplýsinga vegna sölu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., sem þáv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði óskað eftir á síðasta löggjafarþingi. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.
07.05.2018 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Á fund nefndarinnar komu Jón Þór Sturluson og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
02.05.2018 33. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck og Aufhauser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003
Á fundinn komu Sigurður H. Helgason, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Jón Gunnar Vilhelmsson og Leifur Arnkell Arngrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
26.09.2017 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Jón Steindór Valdimarsson, formaður kynnti að undirnefndin sem hann, Jón Þór Ólafsson og Svandís Svavarsdóttir skipuðu hafi fengið Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis og nefndarmann í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og Finn Þór Vilhjálmsson fv. starfsmann rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45.8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl., til að vinna samanburð á gögnum og upplýsingum vegna sölu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.

Verkefnið er hluti af því verkefni nefndarinnar samkvæmt þingsályktun nr. 40/145 um rannókn á erlendri þátttöku á kaupum á 45.8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl., að meta hvort hún geri tillögu um frekari rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka hf., sbr. ályktun Alþings frá 7. nóvember 2012.

Þeir hafa skilað nefndinni minnisblaði og samantekt og eru tilbúnir að koma á fund nefndarinnar til að kynna gögnin og svara spurningum.
26.05.2017 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Formaður greindi frá því að undirnefndin sem Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður málsins stýrir, vinni að málinu.
23.05.2017 30. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Framsögumaður málsins, Jón Steindór Valdimarsson gerði grein fyrir fyrirhugaðri málsmeðferð og skipun undirnefndar sem var samþykkt á síðasta fundi þ.e. að Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson og Svandís Svavarsdóttir skipuðu þann hóp.
18.05.2017 29. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.

Jón Þór Ólafsson óskaði eftir því að bókað yrði að á fundi nefndarinnar 4. maí sl. hafi hann lagt framtillögu um að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskað eftir gögnum sem styðji þau atriði sem fólust í beiðni Ólafs Ólafssonar um fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd frá 27.apríl 2017.

Eftir umræður í nefndinni dró Jón Þór tillöguna til baka þar sem samþykkt var á fundinum að formaður hefði samband við Ólaf og greindi honum frá umræddri beiðni.
17.05.2017 28. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Nefndin ræddi málsmeðferð.

Gert var hlé á fundi frá kl 15:15 til 15:40 þar til unnt var að opna fundinn fyrir fjölmiðlum.

Á fundinn kom Ólafur Ólafsson og gerði grein fyrir afstöðu sinni til skýrslunnar og sjónarmiðum við málið ásamt því að svara fjölmörgum spurningum nefndarmanna.
16.05.2017 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Á fundinn komu Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson og svöruðu spurningum nefndarmanna.
04.05.2017 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.
02.05.2017 23. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Nefndin fjallaði um málsmeðferð.
25.04.2017 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Nefndin ræddi málsmeðferð.
06.04.2017 19. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Framsögumaður málsins fór yfir verkefni nefndarinnar samkvæmt ályktun Alþingis og ákvæði til bráðabirgða í lögum um rannsóknarnefndir og nefndin fjallaði um málið.
04.04.2017 18. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Á fundinn komu Unnur Gunnarsdóttir, Ragnar Hafliðason og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga Jón Steindórs Valdimarssonar um að hann verði framsögumaður málsins var samþykkt.
30.03.2017 17. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Nefndin fjallaði um málsmeðferð skýrslunnar í nefndinni og umræðu dagsins í þingsal.
29.03.2017 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.
Á fundinn kom Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kjartan Bjarni gerði grein fyrir efni skýrslunnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.