Kosning formanns.

Önnur mál nefndarfundar (1709113)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.09.2017 2. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Kosning formanns.
Tillaga Lilju Alfreðsdóttur um að Jón Steindór Valdirmarsson verði kosinn formaður nefndarinnar í stað Brynjars Níelssonar var samþykkt af meiri hluta nefndarinnar, þ.e. auk Lilju, Jóni Steindóri Valdimarssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Jóni Þór Ólafssyni og Svandísi Svavarsdóttur. Minni hluti nefndarinnar greiddi atkvæði gegn tillögunni, þ.e. Birgir Ármannsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Haraldur Benediktsson og Hildur Sverrisdóttir.

Eftirfarandi bókun var lögð fram: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru hér innan nefndarinnar. Við lýsum fullum stuðningi við Brynjar Níelsson sem formann og teljum þessa atburðarás afar óheppilega í ljósi þess að verið er að reyna að ljúka þingstörfum í sátt í aðdraganda kosninga eftir fáar vikur. Birgir Ármannsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Haraldur Benediktsson og Hildur Sverrisdóttir.