Önnur mál
(önnur mál nefnda)
- 43. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 06.06.2018
Önnur mál:
Fjallað var um 485. mál, frv. um Ferðamálastofu.
- 41. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 05.06.2018
Önnur mál:
ÁsF spurði hvað væri fyrirhugað með frumvarpið um fiskeldi.
- 39. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 31.05.2018
Önnur mál:
Smári McCarthy mótmælti framgöngu formanns í tengslum við frumvarpið um veiðigjald (631. mál). Hann vísaði í 4. mgr. 23. gr. þingskapalaga um að þingnefndir gætu vísað máli til umsagnar eftir að því hefði verið vísað til umfjöllunar í viðkomandi nefnd. Eðlilegra hefði verið að hinkra eftir að framangreindu máli hefði verið vísað til nefndarinnar og taldi hann þetta tuddaskap.
LRM kvað brýnt að nýta tímann vel og benti á að samþykkt hefði verið í nefndinni að senda málið til nokkurra aðila til umsagnar.
- 38. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 30.05.2018
Önnur mál:
Formaður minnti á að nefndin hefði í vetur fjallað um hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja og flytti hugsanlega frumvarp fyrir þinglok, sem lagt yrði fram til kynningar.
Ákveðið var að senda frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald til umsagnar til sömu aðila og fengu frumvarpið um strandveiðar til umsagnar (429. mál).
AFE kvaðst mótfallin þessu. Hún óskaði eftir að bókað yrði að hún andmælti þeim vinnubrögðum formanns, að senda til umsagnar frumvarp sem ekki hefði verið lagt fram, frumvarp sem aðeins meiri hluti nefndarinnar hygðist flytja.
- 37. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 29.05.2018
Önnur mál:
Smári óskaði eftir því að mál 191, fjárfestingar í rannsóknum og þróun, kæmi á dagskrá nefndarinnar sem fyrst.
- 35. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 08.05.2018
Önnur mál:
ÁsF óskaði eftir að fjallað yrði um humarstofninn í nefndinni þar sem alvarleg staða væri uppi hvað hann snerti.
- 34. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 07.05.2018
Önnur mál:
Fundargerðir 24. - 26. funda voru samþykktar.
- 33. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 04.05.2018
Önnur mál:
Rætt var um að fleiri gesti um frv. um Ferðamálastofu, þ.m.t. ráðuneytið aftur.
- 30. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 27.04.2018
Önnur mál:
Inga Sæland óskaði eftir því að tiltekinn einstaklingur kæmi fyrir nefndina og kynnti verkefni sín.
Einnig vísaði hún í bréf Sjómannasambandsins um 429. mál (stjórn fiskveiða, strandveiðar).
- 29. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 26.04.2018
Önnur mál:
Ákveðið að hafa fund í nefndinni síðar í dag.
- 28. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 26.04.2018
Önnur mál:
Ákveðið að hafa annan fund í hádeginu.
- 22. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 18.04.2018
Önnur mál:
ÁsF óskaði eftir að farið yrði yfir veiðar á humri í nefndinni.
- 19. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 10.04.2018
Önnur mál:
ÞKG minnti á beiðni sína um að fjallað yrði um tollkvóta á ostum.
Rætt var um mál 429, stjórn fiskveiða (strandveiðar) og gesti um það mál.
- 17. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 20.03.2018
Önnur mál:
Formaður kynnti frumvarp um standveiðar sem nefndin myndi leggja fram ef samstaða næst um það. Verður sent nefndarmönnum næstu daga.
Einnig var talað um mögulegt frumvarp nefndarinnar um að viðurlög séu við því ef ekki er farið að ákvæðum laga um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.
- 15. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 14.03.2018
Önnur mál:
Milli kl. 16:45 og 16:55 var rætt um strandveiðar.
- 13. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 12.03.2018
Önnur mál:
Rætt var almennt um mál í nefndinni og afgreiðslu þeirra.
- 12. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 08.03.2018
Önnur mál:
Mál 330 og 331 (Matvælastofnun, matvæli o.fl.) voru send til umsagnar með fresti til að skila til 23. mars. ÁsF var valinn framsögumaður málsins.
- 11. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 06.03.2018
Önnur mál:
Mál 292, einkaleyfi, var sent til umsagnar og gefinn frestur til 19. mars nk.
- 10. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 01.03.2018
Önnur mál:
Rætt var um starfsumhverfi í fiskeldi og nánari kynningu nefndarinnar á starfseminni.
- 9. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 27.02.2018
Önnur mál:
Halla Signý Kristjánsdóttir var valinn framsögumaður í 115. máli, raforkulög og stofnun Landsnets.
Smári McCarthy var valinn framsögumaður í 138. máli, Hitaveita Suðurnesja (brottfall laga).
- 7. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 20.02.2018
Önnur mál:
Inga Sæland ræddi almennt um störf nefndarinnar og vinnubrögð.
- 5. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 06.02.2018
Önnur mál:
Rætt var um að finna tíma fyrir heimsókn nefndarinnar vestur á firði til að kynna sér fiskeldi og að fjalla um fiskeldi á fundi í nefndinni.
Formaður benti á að á næsta fundi komu fulltrúar Skógræktarinnar á fund nefndarinnar til að kynna uppbyggingu skóga hér á landi.
- 3. fundur atvinnuveganefndar á 148. þingi, þann 25.01.2018
Önnur mál:
Rætt var um skipulag nefndastarfa næstu viku, þ.m.t. heimsóknir.
Formaður bar undir nefndina möguleikann á að nefndin eða nefndarmenn flyttu frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög.