Veiðigjöld

(1801034)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
08.06.2018 47. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit meiri hlutans rita: LRM, HSK, ÁsF, KÓP, NF.
08.06.2018 45. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Formaður lagði fram nýtt frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald og lagði til að nefndin flytti það. Vísaði formaður til samkomulags um þinglok.
Samþykkt var að nefndin flytti frumvarpið.
30.05.2018 38. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Nefndin hélt áfram að fjalla um veiðigjald og afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Arndís Ármann Steinþórsdóttur og Jóhann Sigurjónsson sem sitja í veiðigjaldsnefnd.
Meiri hluti nefndarinnar (LRM, HSK, ÁsF, KÓP, NF, SPJ) ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald.
29.05.2018 37. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Fjallað var um veiðigjald og afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinn komu Arnór Snæbjörnsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Hinrik Greipsson starfsmaður veiðigjaldsnefndar og Jónas Gest Jónasson og Jóhönnu Katrínu Pálsdóttur frá Deloitte sem kynntu samantekt á rekstri sjávarútvegsfélaga (rekstrarafkoma 2016 og áætluð afkoma 2017).
27.02.2018 9. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Rætt var um veiðigjöld.
20.02.2018 7. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Nefndin fjallaði áfram um veiðigjöld í sjávarútvegi og fékk á sinn fund Helgu Guðrúnu Jónsdóttur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Arnar Atlason og Gunnar Örlygsson frá Samtökum fiskframleiðanda og útflytjenda og Aðalstein Óskarsson, Jón Pál Hreinsson og Pétur Markan frá Vestfjarðastofu.
06.02.2018 5. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Nefndin fjallaði um veiðigjöld og starf veiðigjaldsnefndar. Á fundinn komu Hinrik Greipsson starfsmaður veiðigjaldsnefndar og nefndarmenn veiðigjaldsnefndar Arndís Steinþórsdóttir, Daði Már Kristófersson og Jóhann Sigurjónsson.
17.01.2018 2. fundur atvinnuveganefndar Veiðigjöld
Á fund nefndarinnar komu Axel Helgason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Heiðar Hrafn Eiríksson og Sveinn Friðrik Sveinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Rætt var um veiðigjald og kynntu framangreind samtök áherslur sínar og tillögur.