Kynning á starfsemi sendiskrifstofa

Kynning (1801079)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.03.2021 22. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar kl. 9:20 kom Kristín A. Árnadóttir verðandi sendiherra Íslands í Vín sem kynnti starfsemi sendiskrifstofunnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 9:40 kom á fund nefndarinnar Guðni Bragason verðandi sendiherra Íslands í Nýju Delí sem kynnti starfsemi sendiskrifstofunnar og svaraði spurningum nefndarmanna.
04.12.2020 10. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Stefán Haukur Jóhannesson, Sturla Sigurjónsson og Þórdís Sigurðardótir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir starfsemi sendiskrifstofa í London, Tókýó og Úganda og svöruðu spurningum nefndarmanna.
31.08.2020 44. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, Unnur Orradóttir Ramette og Ragnhildur Arnljótsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir starfsemi sendiskrifstofa í Brussel, París og Strassborg og svöruðu spurningum nefndarmanna.
13.05.2020 32. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Nefndin ræddi við Auðunn Atlason, Árni Þór Sigurðsson og Hannes Heimisson frá utanríkisráðuneyti í gegnum fjarfundarbúnað.
04.02.2019 15. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar kom Þórir Ibsen sendiherra.

Gesturinn gerði grein fyrir störfum sínum framundan og svaraði spurningum nefndarmanna.
28.05.2018 31. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Árni Þór Sigurðsson, Kristín A. Árnadóttir, Sigríður Snævarr og Þórður Ægir Óskarsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir störfum sínum framundan og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09.05.2018 30. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Árni Stefánsson og Unnur Orradóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu starfsemi sendiráðanna á Indlandi og í Úganda og svöruðu spurningum nefndarmanna.
02.05.2018 28. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir og Gunnar Pálsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu starfsemi sendiskrifstofa í New York og Brussel og svöruðu spurningum nefndarmanna.
25.04.2018 26. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar kom Guðni Bragason frá utanríkisráðuneyti og kynnti starfsemi sendiskrifstofu Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínarborg og svaraði spurningum nefndarmanna.
17.01.2018 3. fundur utanríkismálanefndar Kynning á starfsemi sendiskrifstofa
Á fund nefndarinnar komu Elín Flygenring og Gunnar Snorri Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu starfsemi sendiskrifstofa Íslands í Tókýó og Peking og svöruðu spurningum nefndarmanna.