Kynning á verkáætlun skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016

(1803057)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.03.2019 45. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á verkáætlun skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016
Á fund nefndarinnar mættu fulltrúar úr verkefnisstjórn um gerð verkáætlunar skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016. Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Ásborg Ósk Arnþórsdóttir frá forsætisráðuneyti. Einnig mætti Dagný Arnarsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem vinnur með verkefnisstjórninni.
Kynntu gestir drög að verkefnaáætlun fyrir árin 2019-2021 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.03.2018 13. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á verkáætlun skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016
Á fund nefndarinnar komu fulltrúar úr verkefnastjórn um gerð verkáætlunar skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016. Jón Geir Pétursson og Dagný Aradóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Ásborg Annþórsdóttir frá forsætisráðuneyti.