Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis

Skýrsla (1812008)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.02.2021 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis
Á fund nefndarinnar mættu Pétur U. Fenger skrifstofustjóri, Rósa Dögg Flosadóttir, Kristín María Gunnarsdóttir og Ólöf María Vigfúsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Kristín Völundardóttir forstjóri, Þorsteinn Gunnarsson, Íris Kristinsdóttir og Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09.11.2020 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis
Nefndin ræddi málið og málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir upplýsingum um viðbrögð stjórnvalda við tillögum ríkisendurskoðanda til úrbóta.
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari sendi drög að áliti á nefndina til skoðunar.
19.02.2020 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur
Á fundinn komu Rósa Dögg Flosadóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Þorsteinn Gunnarsson, Helga Jóhannesdóttir, Þórhildur Hagalín og Vera D. Guðmundsdóttir frá Útlendingastofnun. Þau gerðu grein fyrir stöðu aðgerða hjá stofnuninni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
06.02.2019 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur
Á fundinn komu Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Vera Dögg Guðmundsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Kristín Völundardóttir, Helga Jóhannesdóttir og Þorsteinn Gunnarsson frá Útlendingastofnun og Guðrún Jenný Jónsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Jakob G. Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.
06.12.2018 18. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslussviðs, og Guðrún Jenný Jónsdóttir sviðsstjóri frá Ríkisendurskoðun. Kynntu þau skýrslu til Alþingis, Útlendingastofnun. Málsmeðferð og verklagsreglur, og svöruðu spurningum nefndarmanna.