Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu

(1901064)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.03.2019 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Formaður lagði fram drög að áliti um skýrsluna og nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir standa að áliti.
11.03.2019 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Nefndin ræddi málið.
04.03.2019 32. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Frestað.
28.02.2019 35. fundur atvinnuveganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Nefndarmenn samþykkja að afgreiða málið. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir álit.
27.02.2019 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Nefndarmenn ræddu málið.
21.02.2019 33. fundur atvinnuveganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
07.02.2019 31. fundur atvinnuveganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Nefndin hélt áfram umfjöllun um skýrslu Fiskistofu og fékk á sinn fund
Ásgrím L. Ásgrímsson og Guðríði M. Kristjánsdóttur frá Landhelgisgæslunni, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Árni Bjarnason frá Félag skipstjórnarmanna og Guðmundur Helgi Þórarinsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.
05.02.2019 30. fundur atvinnuveganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Nefndin fjallaði áfram um skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Á fundinn komu Gísli Gíslason og Lúðvík Geirsson frá Hafnasambandi Íslands, Axel Helgason og Örvar Marteinsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hrefna Karlsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
29.01.2019 28. fundur atvinnuveganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi og Haraldur Guðmundsson frá Ríkisendurskoðun og kynntu þeir skýrslu stofnunarinnar um eftirlit Fiskistofu. Einnig komu fyrir nefndina Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Eyþór Björnsson og Margrét Kristín Helgadóttir frá Fiskistofu.
23.01.2019 25. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Tillaga formanns, Helgu Völu Helgadóttur, um að óska eftir áliti atvinnuveganefndar á skýrslunni fyrir 1. mars n.k. var samþykkt.
17.01.2019 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu
Á fundinn komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Haraldur Guðmundsson frá Ríkisendurskoðun, Jóhann Björnsson og Baldur P. Erlingsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, og Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Margrét Kristín Helgadóttir frá Fiskistofu. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.