Ný heildarlög um Seðlabanka

(1901069)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.03.2019 48. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Ný heildarlög um Seðlabanka
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Rannveigu Sigurðardóttur frá Seðlabanka Íslands, Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og Áslaugu Árnadóttur lögmann sem öll sitja í verkefnisstjórn um smíði frumvarps til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands.
16.01.2019 30. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Ný heildarlög um Seðlabanka
Nefndin fékk á sinn fund Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Tómas Brynjólfsson og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Rannveigu Sigurðardóttur frá Seðlabanka Íslands og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu, sem sitja í verkefnisstjórn um smíði frumvarps til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Gestir kynntu áform um lagasetninguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.