Önnur mál

Frumkvæðismál (1908059)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
29.06.2020 75. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi um væntanlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins.

Fleira var ekki gert.
22.06.2020 74. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Guðmundur Andri Thorsson lagði fram eftirfarandi bókun við yfirlýsingu meiri hluta nefndarinnar í fjölmiðlum, 20. júní sl.
Yfirlýsing meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 20. júní sl. leiðir í sjálfu sér ekki annað í ljós en að frá upphafi hefur ríkt mikil tregða við það innan nefndarinnar að tekið sé til skoðunar hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar kemur að málefnum Samherja. Rétt er að minna á að í kjölfar Kastljóssþáttar um viðskiptahætti fyrirtækisins í Namibíu varð mikil umræða í samfélaginu um fyrirtækið og tengsl ráðherrans við það, en í þættinum kom meðal annars fram að hann hefði hitt að máli namibíska ráðamenn í húsakynnum Samherja. Andstætt því sem þráfaldlega hefur komið fram í máli nokkurra nefndarmanna teljum við að tengsl ráðherrans við Samherja séu svo sterk að sjálfsagt hafi verið að nefndin taki hæfi hans til sjálfstæðrar skoðunar. Því til stuðnings er nærtækast að vísa til yfirlýsingar ráðherrans sjálfs frá 12. desember 2017, þar sem hann segir að komi upp mál sem snerta Samherja sérstaklega muni hann að sjálfsögðu meta hæfi sitt. Raunar er vandséð hvaða ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi varða ekki þetta fyrirtæki sem hefur svo stóra hlutdeild af kvóta og á ráðandi hlut í fyrirtækjum sem skilgreind eru sem óskyldir aðilar, eins og Síldarvinnslunni í Neskaupsstað.

Eins og meirihlutinn nefnir í yfirlýsingu sinni liggur nú fyrir niðurstaða forseta Alþingis um það hvernig hann telur vænlegast að ljúka frumkvæðisathugunum af þessu tagi, en meirihlutinn treysti sér ekki til að bíða niðurstöðunnar, svo mjög lá á að loka málinu. Forseti nefnir sjö leiðir, þar á meðal þá sem meirihlutinn valdi í þessu máli. Þær málalyktir sýna að meirihluti nefndarinnar telur ekki að tengsl sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Samherja þurfi sérstakrar skoðunar við. Við erum ósammála því mati. Hitt er umhugsunarvert að út frá túlkun forseta virðist meirihluti nefndarinnar hverju sinni hafa möguleika á því að kæfa frumkvæðisathuganir á verklagi eða hæfi ráðherra sama daginn og minnihlutinn fer fram á þær, en slík málalok grafa undan þeirri vernd sem minnihluti nefndarinnar þarf að njóta til að sýna framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald hverju sinni. Með því að velja þessa leið í Samherjamálinu virðist meirihlutinn vera staðráðinn í að koma í veg fyrir að þessi mikilvæga þingnefnd fái að starfa eins og henni er ætlað.
Andrés Ingi Jónsson tók undir bókunina.

Fleira var ekki gert.
15.06.2020 72. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
11.06.2020 71. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Formaður gerði grein fyrir fyrirhugðum opnum fundi nefndarinnar með fjármála- og efnahagsráðherra þann 11. júní nk.

Fleira var ekki gert.
10.06.2020 70. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Óli Björn Kárason lagði fram eftirfarandi bókun:
Ásakanir og dylgjur formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem komu fram í bókun á fundi 5. júní sl. og endurteknar efnislega í fjölmiðlum og þingsal í garð sex nefndarmanna eru alvarlegar og ekki hægt að sitja undir þeim. Brigsl um vanvirðingu gagnvart réttindum minnihluta, leyndarhyggju og lítilsvirðingu gagnvart hlutverki nefndarinnar sem veiki Alþingi, eru án innistæðu og tilefnislaus.
Þegar ákveðið var að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skyldi hefja frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samkvæmt beiðni þriggja nefndarmanna 6. desember 2019, var engin tilraun gerð af hálfu annarra í nefndinni til að koma í veg fyrir að slík athugun færi fram. Þvert á móti hafði nefndin, að frumkvæði meirihluta, þegar hafið umfjöllun um hæfisreglur ráðherra, með gestakomum sérfræðinga, 25. nóvember og 5. desember.
Formaður telur sig hins vegar þess umkominn að ásaka undirritaðan og aðra nefndarmenn um að virða ekki rétt minnihluta. Á fundinum 6. desember hafnaði formaður beiðni undirritaðs um að aflað yrði upplýsinga frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um hvort reynt hafi á yfirlýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hæfi sitt frá 2017, áður en endanleg ákvörðun um frumkvæðisathugun yrði tekin. Það lá því ljóst fyrir í upphafi hver tilgangur formanns með frumkvæðisathugun var í raun enda ekki áhugi á því að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar lægu fyrir áður en lagt var af stað. Á sama fundi lagði Þorsteinn Sæmundsson, fulltrúi Miðflokksins, fram bókun þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum með málsmeðferð nefndarinnar: „Formaður nýtur ekki míns trausts.“
Aldrei frá því að frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hófst hefur meirihluti nefndarinnar lagt steina í götur minni hlutans eða staðið í vegi fyrir að gestir kæmu á fund eða upplýsinga aflað. Þvert á móti hefur meirihlutinn tekið fullan þátt í vinnu nefndarinnar, hafði frumkvæði að því að senda ítarlega upplýsingabeiðni í desember sl. til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins með afriti til forsætisráðuneytisins. Réttur formanns og tveggja annarra nefndarmanna til að senda í mars sl. skriflega fjölmargar spurningar til ráðherra, sem hann svaraði skilmerkilega, var virtur af allri nefndinni.
Gögn sem nefndin hefur aflað og umsagnir gesta sem komu á fund nefndarinnar, gefa ekki tilefni til annars en að frumkvæðisathugun verði hætt. Ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag ráðherra hafi farið í bága við lög og reglur. Frumkvæðisathuguninni er því sjálfhætt.
Löngun formanns nefndarinnar til að breyta nefndinni í pólitískan rannsóknarrétt virðist hins vegar mikil. Markmiðið er að nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja. Tilgangurinn helgar meðalið.
Á fyrsta fundi nefndarinnar á 150. löggjafarþingi þann 16. september 2019, var núverandi formaður sjálfkjörinn. Af því tilefni lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, 1. varaformaður, fram bókun þar sem vakin var athygli á að við upphaf kjörtímabilsins hafi verið gengið frá heildarsamkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu embætta í nefndir þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því hafi meðal annars falist að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar: „Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lítur svo á að í ljósi heildarsamkomulagsins sé það ekki þeirra hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn tilnefndir eru af hálfu einstakra flokka.“
Undirritaður átti þess ekki kost að sitja þennan fyrsta fund en þar lagði Brynjar Níelsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram bókun þar sem sagði meðal annars: „Ég styð ekki tillögu um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.“
Þó seint sé, er hér með tekið undir bókun Brynjars Níelssonar frá 16. september sem og bókun Þorsteins Sæmundssonar frá 6. desember 2019.

5.3 Fleira var ekki gert.
08.06.2020 69. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
05.06.2020 68. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Frestað.
04.06.2020 67. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi um meðferð 840. máls.

Fleira var ekki gert.
03.06.2020 66. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
29.05.2020 65. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
27.05.2020 64. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.
26.05.2020 63. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
25.05.2020 62. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Kolbeinn Óttarsson Proppé gerði grein fyrir bókun við fundargerð 62. fundar.

Fleira var ekki gert.
22.05.2020 61. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi um fyrirkomulag næsta fundar.

Fleira var ekki gert.
20.05.2020 60. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
18.05.2020 59. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
15.05.2020 58. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
14.05.2020 57. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
13.05.2020 56. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
11.05.2020 55. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
08.05.2020 54. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
06.05.2020 53. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin fjallaði um málsmeðferð í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf.

Fleira var ekki gert.
04.05.2020 52. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
27.04.2020 51. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
08.04.2020 50. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
06.04.2020 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
06.04.2020 48. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Formaður kynnti nefndinni svör atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 23. mars sl., við fyrirspurn fjórðungs nefndarmanna, sem óskað var eftir á fundi nefndarinnar 4. mars sl.

Fleira var ekki gert.
11.03.2020 47. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.
10.03.2020 46. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
09.03.2020 45. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
04.03.2020 44. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
27.02.2020 43. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni og gestakomur.

Fleira var ekki gert.
26.02.2020 42. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Gert var hlé á fundi 10:17 - 10:24.

Fleira var ekki gert.
24.02.2020 41. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
19.02.2020 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Hlé á fundi kl. 10:00 - 10:15 og kl. 11:05 - 11:23.

Fleira var ekki gert.
17.02.2020 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi um störfin framundan og gestakomur.

Fleira var ekki gert.
05.02.2020 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
03.02.2020 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
29.01.2020 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Óli Björn Kárason lagði til að nefndin kynnti sér hlutverk og verklag ríkislögmanns og fengi á sinn fund fulltrúa forsætisráðuneytisins, ríkislögmanns og umboðsmann Alþingis sem var samþykkt.

Fleira var ekki gert.
20.01.2020 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
15.01.2020 32. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
14.01.2020 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin fjallaði um önnur erindi og fól formanni að svara þeim.

Fleira var ekki gert.
17.12.2019 30. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
16.12.2019 29. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Hlé var gert á fundi frá kl. 21:38 - 21:41.

Fleira var ekki gert.
11.12.2019 28. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
- 1. varaformaður ræddi um fyrirkomulag fyrirhugaðrar ferðar nefndarinnar til Noregs árið 2020.

- 1. varaformaður kynnti drög að upplýsinga- og gagnabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Nefndarmenn ræddu málið.

- Nefndarmenn ræddu störf nefndarinnar.
09.12.2019 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Líneik Anna Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna skv. þingskaparlögum, meðal annars þegar kemur að málum sem varða æðstu stjórn ríkisins. Það er því nauðsynlegt að verklag og ákvarðanir nefndarinnar, og ekki síst forystu hennar, séu vel ígrundaðar og vandaðar í hvívetna. Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar.

Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku undir bókunina.

Helgi Hrafn Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Umrædd frumkvæðisathugun er grundvölluð á 8. tölul. 13. gr. þingskapa, er vel ígrunduð og er beinlínis til þess fallin að veita ráðherra eðlilegt færi á að skýra orð sín og veita nefndarmönnum öll tilheyrandi gögn í málinu. Frumkvæðisathugun felur ekki í sér ályktun og er ekki niðurstaða.

Guðjón Brjánsson og Andrés Ingi Jónsson tóku undir bókunina.

Líneik Anna Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Í 19. gr. þingskaparlaga segir: „Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi“
Að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, 6. desember sl. fjallaði þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson opinberlega um efni fundarins á þann veg að ekki verður annað séð en að um skýrt brot á lögum um þingsköp sé að ræða. Um leið og það er harmað að nefndarmaður skuli rjúfa trúnað og rýra þar með traust á störfum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eru athugasemdir þar að lútandi hér með færðar til bókar.

Fleira var ekki gert.
06.12.2019 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
05.12.2019 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Hlé var gert á fundi kl. 14:47 til 15:03

Fleira var ekki gert.
04.12.2019 23. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Hlé var gert á fundi 10:02 - 10:15.

Fleira var ekki gert.
02.12.2019 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi tillögur um gestakomur í 139. máli.

Fleira var ekki gert.
27.11.2019 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.
25.11.2019 20. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Formaður fór yfir efni bókunar sinnar við fundargerð 20. fundar þann 21. nóvember sl. vegna bókunar Kolbeins Óttarssonar Proppé á sama fundi.

Fleira var ekki gert.
21.11.2019 19. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Formaður lagði til að nefndin fengi sjávarútvegsráðherra á næsta fund til að fjalla um hæfi hans vegna tengsla við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt að fjalla almennt um hæfisreglur stjórnsýslulaga og fá sérfræðinga á fund vegna málsins.

Kolbeinn Óttarson Proppé lagði fram eftirfarandi bókun:
Skilja mátti formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í frétt á RÚV, þann 19. nóvember sl., þannig að hvorki forsætisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti hefðu svarað fyrirspurnum nefndarinnar varðandi gráan lista FATF. Forsætisráðuneytinu höfðu ekki borist neinar spurningar frá nefndinni þegar umrætt viðtal fór fram. Í því mikilvæga starfi sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sinnir er lykilatriði að farið sé rétt með staðreyndir og nefndin, og sérstaklega forysta hennar, verður að gera sömu kröfur á sjálfa sig um að fara rétt með og hún setur á aðra þætti stjórnsýslunnar sem nefndin hefur það hlutverk að fjalla um. Það er því ekki sannleikanum samkvæmt að forsætisráðuneytið hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum um að svara spurningum innan tilskilins frests.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
Formaður vill árétta þær skýringar sem hún gaf Kolbeini Óttarssyni Proppé er hann lagði fram bókun sína vegna ummæla formanns í viðtali við RÚV ohf. þann 19. nóvember síðastliðinn. Ummæli þess efnis að forsætisráðuneytið hefði ekki veitt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd umbeðnar upplýsingar og gögn vegna frumkvæðis athugunar nefndarinnar á því hvers vegna Ísland væri komi á gráan lista hjá FATF, voru byggð á misskilningi og voru látin falla í góðri trú. Formaður mun koma leiðréttingu á framfæri við RÚV þar sem einnig verður beðist velvirðingar á mistökunum.

Fleira var ekki gert.
20.11.2019 18. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
19.11.2019 17. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin ræddi verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. gr. þingskapa, og boðaða skýrslu dómsmálaráðherra um málið. Formaður upplýsti að málið yrði sett á dagskrá fundar nefndarinnar mánudaginn 25. nóvember nk.

Fleira var ekki gert.
18.11.2019 16. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
11.11.2019 15. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
06.11.2019 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar vegna reglugerðar (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf að því er varðar koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja. Allir nefndarmenn rita undir álitið.

Nefndin ræddi sameiginlegan fund með allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og samstarfsnefnd um endurskoðun lögræðislaga á föstudaginn 8. nóvember nk.

Fleira var ekki gert.
01.11.2019 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
31.10.2019 11. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndin samþykkti að Þórhildur Sunna Ævarsdóttur tæki yfir framsögu í máli stjórnsýslu dómstólanna af Jóni Þóri Ólafssyni.

Fleira var ekki gert.
23.10.2019 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
21.10.2019 9. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Formaður fór yfir nokkur útistandandi mál fyrir nefndinni og lagði til að þau farið yrði yfir þau á nefndadögum. Formaður fór jafnframt yfir bréf og erindi frá almenningi til nefndarinnar og afgreiðslu þeirra.

Nefndin ræddi sameiginlegan fund með allsherjar- og menntamálanefnd og velferðarnefnd vegna skýrslu umboðsmanns Alþingis um OPCAT eftirlit.
16.10.2019 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
14.10.2019 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
09.10.2019 6. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Nefndarmenn ræddu reglur um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir eru út í sjónvarpi og á vef Alþingis.

Fleira var ekki gert.
25.09.2019 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
18.09.2019 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.
16.09.2019 2. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Önnur mál
Fleira var ekki gert.