Kynning á þingmálaskrá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 150. löggjafarþingi

(önnur mál nefnda)

 • 2. fundur atvinnu­vega­nefndar á 150. þingi, þann 18.09.2019
  Kynning á þingmálaskrá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 150. löggjafarþingi:
  Á fund nefndarinnar mættu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Ingvi Már Pálsson og Sigrún Brynja Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
  Gestirnir kynntu þingmálaskrá 150. löggjafarþings og svöruðu spurningum nefndarmanna.

 • 1. fundur efna­hags- og við­skipta­nefndar á 150. þingi, þann 18.09.2019
  Kynning á þingmálaskrá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 150. löggjafarþingi:
  Nefndin fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, sem kynntu þau þingmál sem ráðherra hyggst leggja fram á löggjafarþinginu og heyra undir málefnasvið nefndarinnar.