Framkvæmd fjárlaga 2020

Frumkvæðismál (2002001)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.01.2021 37. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2020
Til fundarins komu Kjartan Dige Baldursson, Kristinn Hjörtur Jónasson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndamanna. Einnig var rætt um verklag við framkvæmd fjárlaga og hvort og þá með hvaða hætti mætti bæta það.
27.02.2020 45. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2020
Til fundarins komu Guðrún Gísladóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Guðmundur V. Friðbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættumat ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
27.02.2020 45. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2020
Til fundarins komu Ingilín Kristmannsdóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættumat ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
24.02.2020 43. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2020
Til fundarins komu Viðar Helgason, Kjartan D. Baldursson og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir lögðu fram minnisblað ráðuneytisins dags. 17. febrúar 2020 um áhættumat vegna framkvæmdar fjárlaga 2020 ásamt viðauka 1 og viðauka 2. Þeir fóru síðan yfir áhættumatið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.
05.02.2020 40. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2020
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau fóru yfir fyrirkomulag á eftirfylgni gildandi heilbrigðisstefnu. Bráðabirgðauppgjör Landspítalans fyrir árið 2019 var kynnt ásamt rekstraráætlun spítalans fyrir árið 2020 og áætluð þróun höfuðstóls hans árin 2020-2022. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.