Staðan vegna heimsfaraldurs kórónaveiru Covid-19

Frumkvæðismál (2003024)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
04.08.2021 84. fundur velferðarnefndar Staðan vegna heimsfaraldurs kórónaveiru Covid-19
Á fund nefndarinnar komu Alma Möller landlæknir og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og gerðu grein fyrir stöðunni auk þess að svara spurningum nefndarfólks. Þá komu þau Már Kristinsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræðum, fóru yfir stöðuna og svöruðu spurningum nefndarfólks. Að síðustu kom Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á fundinn, fór yfir stöðuna á spítalanum og svaraði spurningum nefndarfólks.
07.10.2020 1. fundur velferðarnefndar Staða heimsfaraldurs kórónuveiru á Íslandi
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu D. Möller, landlækni, Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni og Víði Reynisson frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.
29.04.2020 64. fundur velferðarnefndar Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
17.04.2020 62. fundur velferðarnefndar Aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru
10:05 Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Ölmu D. Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Víði Reynisson frá embætti ríkislögreglustjóra. Ásamt þeim var Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.

11:15 Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Birgi Jakobsson og Ástu Valdimarsdóttur frá heilbrigðisráðuneytinu.
06.04.2020 61. fundur velferðarnefndar Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19
Á fund nefndarinnar mættu Eybjörg Helga Hauksdóttir, Anna Birna Jensdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fjölluðu þau um stöðu hjúkrunarheimilanna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og svöruðu spurningum nefndarmanna..
06.04.2020 61. fundur velferðarnefndar Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19
Á fund nefndarinnar mættu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra og Birgi Jakobssyni aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Þau fóru yfir stöðu heilbrigðiskerfisins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og svöruðu spurningum nefndarmanna.
16.03.2020 50. fundur velferðarnefndar Staða Landspítalans vegna Covid-19
Á símafundi með nefndinni voru Páll Matthíasson, Már Kristjánsson, Hildur Helgadóttir, Anna Sigríður Baldursdóttir og Ólafur Baldursson frá Landsspítalanum ásamt Bjarna Jónssyni, Hildigunni Svavarsdóttur og Sigurði Einari Sigurðssyni frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau fóru yfir stöðu sjúkrahúsanna í ljósi Covid-19 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
04.03.2020 46. fundur velferðarnefndar Staðan vegna kórónaveirunnar Covid-19
Á fund nefndarinnar mættu Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður sóttvarnarlæknis. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.