Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis

(2004112)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.11.2020 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Jón Þór Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.
14.10.2020 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Haraldur Guðmundsson frá Ríkisendurskoðun, Benedikt Bogason, fyrrverandi formaður stjórnar Dómstólasýslunar, og Ólöf Finnsdóttir frá Dómstólasýslunni. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málsmeðferð og var ákveðið að hefja vinnu við drög að nefndaráliti.
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis
Nefndin ræddi málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir að fá fulltrúa Ríkisendurskoðunar og Dómstólasýslunnar á fund vegna skýrslunnar.
15.05.2020 58. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Grétar Bjarni Guðjónsson, Haraldur Guðmundsson og Jóhannes Jónsson. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.