Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum

Frumkvæðismál (2006101)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.11.2020 13. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum
Dagskrárlið frestað.
16.11.2020 10. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum
Á fund nefndarinnar mætti Páll Ágúst Ólafsson lögmaður af hálfu Flugfélags Austurlands, gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Arnar Friðriksson, Friðrik Adólfsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson frá Norlandair. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
12.11.2020 9. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum
Á fund nefndarinnar mætti Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur, Sigurbergi Björnssyni og Ólafi Kr. Hjörleifssyni frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09.11.2020 6. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum
Nefndin ákvað að fresta umfjöllun um málið.
05.11.2020 5. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum
Á fund nefndarinnar mættu Hörður Guðmundsson og Kristján L. Möller frá Flugfélaginu Erni, reifuðu sjónarmið félagsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá mættu á fundinn Bergþóra Þorkelsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir og Ólafur Þór Leifsson frá Vegagerðinni ásamt Daniel Isebarn Ágústssyni lögmanni. Fóru þau yfir sjónarmið Vegagerðarinnar um málið og svörðuð spurningum nefndarmanna.
12.06.2020 70. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum
Nefndin ræddi málið við Ólaf Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóru Þorkelsdóttur, Bergþóru Kristinsdóttur og Pétur Matthíasson frá Vegagerðinni. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.