Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga

Skýrsla (2008109)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.11.2020 10. fundur velferðarnefndar Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Gissur Pétursson, Gunnhildi Gunnarsdóttur og Arnar Þór Sævarsson frá félagsmálaráðuneyti.
09.11.2020 8. fundur velferðarnefndar Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga
Nefndin fjallaði um málið.
21.10.2020 5. fundur velferðarnefndar Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggertsson Ríkisendurskoðanda, Elísabetu Stefánsdóttur, Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur og Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur frá Ríkisendurskoðun, Önnu Sæmundsdóttur, Þóri Ólason, Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Sigrúnu Jónsdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins.
14.10.2020 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Elísabet Stefánsdóttir og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Gunnhildur Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, Ágúst Þór Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir Röed og Jóhanna Lind Elíasdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri, Anna Elísabet Sæmundsdóttir, Ragnheiður Birna Björnsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Þórir Ólafsson frá Tryggingastofnun ríkisins. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málsmeðferð. Formaður lagði til að skýrslunni yrði vísað til athugunar í velferðarnefnd í samræmi við heimild í 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa. Gengið var til atkvæða um tillöguna.

Jón Þór Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

Þorsteinn Sæmundsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason sátu hjá.

Var tillagan samþykkt með sex greiddum atkvæðum gegn einu. Tveir sátu hjá.
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga
Nefndin ræddi málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir að fá fulltrúa Ríkisendurskoðunar og Tryggingastofnunar ríkisins á fund til að kynna skýrsluna.