Áhrif Covid-19 á atvinnulífið

Frumkvæðismál (2010308)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.03.2021 51. fundur atvinnuveganefndar Áhrif Covid-19 á atvinnulífið
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Vöku Steingrímsdóttur, Vigdísi Häsler og Kára Gautason frá Bændasamtökum Íslands og Gunnar Þorgeirsson og Katrínu Maríu Andrésdóttur frá Sambandi Garðyrkjubænda.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda.

Þá fékk nefndin á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09.03.2021 49. fundur atvinnuveganefndar Áhrif Covid-19 á atvinnulífið
Nefndin fékk á sinn fund Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Skarphéðin Berg Steinarsson frá Ferðamálstofu og Pétur Þ. Óskarsson, Daða Guðjónsson og Sigríði Dögg Guðmundsdóttur frá Íslandsstofu.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hörð Arnarson og Tinnu Traustadóttur frá Landsvirkjun, Bjarna Bjarnason frá Orkuveitu Reykjavíkur, Guðlaugu Sigurðardóttur frá Landsneti og Pétur Blöndal og Pál Ólafsson frá Samáli.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
20.10.2020 5. fundur atvinnuveganefndar Áhrif Covid-19 á atvinnulífið
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund (kl. 09:05) Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Berglindi Kristinsdóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Hildi Jakobínu Gísladóttur frá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum, Guðbjörgu Kristmundsdóttir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Guðjón Skúlason frá Samtökum atvinnurekenda á Suðurnesjum og (kl. 10:15) Önnu Hrefnu Ingimundardóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Andrés Magnússon og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Sveinbjörn Indriðason frá Isavia.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.