Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda

Frumkvæðismál (2011169)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.03.2024 Fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
19.05.2021 71. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin ræddi málið.

Nefndin ákvað að flytja skýrslu með þingsályktunartillögu um aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda.
18.05.2021 70. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Frestað.
14.05.2021 69. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin ræddi málið.
12.05.2021 68. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið.
11.05.2021 67. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Frestað.
16.03.2021 52. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið.
15.03.2021 51. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið.
08.03.2021 47. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Friðrik Sigurðsson og Bryndísi Snæbjörnsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Héðinn Unnsteinsson frá Geðhjálp.
02.03.2021 46. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórhall Vilhjálmsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá lagaskrifstofu Alþingis.
01.03.2021 45. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Unu Björk Ómarsdóttur og Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti.
15.02.2021 41. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið.
23.11.2020 14. fundur velferðarnefndar Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda
Nefndin fjallaði um málið.

Helga Vala Helgadóttir og Ólafur Þór Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um þá nauðsyn að ráðist verði í rannsókn á aðbúnaði, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem bjó eða dvaldi á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi. Tilefnið eru nýlegar fréttir af aðbúnaði vistaðra á heimilinu Arnarholti og í kjölfarið áskorun Þroskahjálpar og Geðhjálpar til Alþingis um að sett verði á fót rannsóknarnefnd.

Vegna eðlis málsins, fjölda stofnana og meðferðarheimila, fjölda vistaðra sem og tímaramma telur nefndin nauðsynlegt að áður en tekin verður ákvörðun um form og fyrirkomulag rannsóknar verði farið í grunnrannsókn á umfangi hennar. Leggur nefndin til að leitað verði upplýsinga hjá forsætisráðuneytinu um það hvernig hliðstæðar rannsóknir hafa farið fram, hvaða leiðir séu heppilegastar sem og hvert umfang rannsóknar kunni að vera vegna þeirra upplýsinga sem kunna að vera til staðar í forsætisráðuneytinu. Er óskað eftir að forsætisráðuneyti skili velferðarnefnd greinargerð þar sem ofangreindum atriðum er svarað sem og hvort ráðuneytið telji lagastoð nægilega til öflunar þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru svo rannsóknin leiði fram staðreyndir máls og geti leiðbeint fram á veginn varðandi þjónustu við þessa viðkvæmu hópa. Óskar velferðarnefnd eftir því að umræddum upplýsingum verði skilað til nefndarinnar eigi síðar en 1. febrúar 2021 og að í framhaldinu taki nefndin ákvörðun um form og efni rannsóknar.