Skýrsla OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum

Frumkvæðismál (2101027)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.01.2021 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum
Nefndin tók fyrir tillögu formanns um upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytis í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um skýrslu OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum. Enginn hreyfði andmælum og var tillagan samþykkt.
13.01.2021 25. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum
Á fund nefndarinnar mættu Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri og Kjartan Ólafsson frá dómsmálaráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir efni skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Árni Múli Jónasson frá Íslandsdeild Transparency International. Gerðu hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.