Framkvæmd fjárlaga 2021

Frumkvæðismál (2102229)
Fjárlaganefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Dómsmálaráðuneytið Spurningar frá fjárlaganefnd til dómsmálaráðuneytis 09.03.2021

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
28.05.2021 68. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2021
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson, Viðar Helgason, Kjartan Dige Baldursson, Óttar Snædal Þorsteinsson og Margrét Þórólfsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram minnisblað ráðuneytisins dags. 21. maí 2021 um afkomugreinargerð fyrir tímabilið janúar til mars 2021 og mánaðaryfirlit sömu mánaða. Gestirnir kynntu framlögð gögn og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
15.03.2021 49. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2021
Til fundarins komu Ingilín Kristmannsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Einnig Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Ruth Elfarsdóttir frá Vegagerðinni.
Kl. 10:32. Pétur Fenger frá dómsmálaráðuneytinu.
Farið var yfir áhættuþætti í rekstri ráðuneytanna og í verkefnum Vegagerðarinnar sem og framkvæmd fjárlaga. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
10.03.2021 48. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2021
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Bjarni Sigurðsson, Dagný Brynjólfsdóttir, Unnur Ágústsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættuþætti í rekstri ráðuneytisins og þeirra fjárlagaliða sem það ber ábyrgð á og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
09.03.2021 47. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2021
Til fundarins komu Gissur Pétursson, Svanhvít Jakobsdóttir, Bjarnheiður Gautadóttir og Unnar Örn Unnarsson frá félagsmálaráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættuþætti í rekstri ríkisins sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins sem og framkvæmd fjárlaga ársins. Þá svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.
01.03.2021 44. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2021
Til fundarins komu Viðar Helgason, Kristinn Hjörtur Jónasson og Kjartan Dige Baldursson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir áhættumat við framkvæmd fjárlaga ársins 2021 og svörðuðu spurningum nefndarmanna um það efni.