Flutningur lífsýna til greiningar erlendis

Frumkvæðismál (2104091)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.05.2021 74. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Helga Vala Helgadóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Halldóra Mogensen lögðu fram eftirfarandi bókun:
Minni hluti velferðarnefndar telur forkastanlegt að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að færa skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til innan heilbrigðiskerfisins án þess að samfella þjónustunnar væri tryggð. Nú fimm mánuðum eftir að flutningur átti sér stað ríkir enn fullkomin óvissa um afdrif sýna, hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hvernig skimunarskrá mun virka.
Minni hlutinn harmar sérstaklega að heilbrigðisyfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila með því að flytja allar greiningar á leghálssýnum til rannsóknarstofu á Hvidovre sjúkrahúsinu í Danmörku. Sú ákvörðun var tekin þvert á álit og ráðleggingar opinberra aðila, meirihluta fagráðs og skimunarráðs, nefnda og fagfólks, þar með talið embætti landlæknis. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingarlækna og félag lífeindafræðinga hafa bent á að greiningar leghálssýna verði best borgið hér á landi enda gæði og öryggi slíkra rannsókna tryggð, fagleg þekking er fyrir hendi sem og nauðsynlegur tækjakostur og eftirfylgni. Þá hafa kvensjúkdóma- og fæðingarlæknar bent á mikilvægi þess að læknar sem annist sýnatökur geti átt í milliliðalausum samskiptum við rannsóknaraðila vegna sjúkrasögu kvennanna.
Minni hluti velferðarnefndar hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast við tafarlaust svo ekki hljótist alvarlegur skaði af og flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands. Þá áréttar minni hluti velferðarnefndar mikilvægi þess að niðurstaða óháðrar skýrslu um flutning krabbameinsskimunar liggi sem fyrst fyrir svo hægt verði að tryggja heilsu kvenna um komandi framtíð.
19.05.2021 71. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Kr. Guðfinnsdóttur og Sigríði Haralds. Elínardóttur frá Embætti landlæknis.
14.05.2021 69. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristján Oddsson.
12.05.2021 68. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Bjarnadóttur, Unu Maríu Óskarsdóttur, Jónu Dóru Karlsdóttur og Margréti Hildi Ríkarðsdóttur frá Aðför að heilsu kvenna.
07.05.2021 66. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásgeir Thorodssen, Ágúst Inga Ágústsson og Gunnar Bjarna Ragnarsson.
05.05.2021 65. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aðalbjörgu Björgvinsdóttur og Sigurlaugu Benediktsdóttur frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómslækna, Þorbjörn Jónsson og Önnu Margréti Jónsdóttur frá Félagi íslenskra rannsóknalækna, Reyni Tómas Geirsson og Jón Gunnlaug Jónsson.
28.04.2021 62. fundur velferðarnefndar Flutningur lífsýna til greiningar erlendis
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórð Sveinsson frá Persónuvernd.