Raforkumál

Frumkvæðismál (2201223)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.03.2022 13. fundur atvinnuveganefndar Raforkumál
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hermann Sæmundsson frá forsætisráðuneyti og Dóru Hjálmarsdóttur frá Verkís. Gestir kynntu Aðra eftirfylgniskýrslu um uppbyggingu innviða.
08.02.2022 6. fundur atvinnuveganefndar Raforkumál
Á fund nefndarinnar mættu Sverrir Jan Norðfjörð og Gnýr Guðmundsson frá Landsneti og kynntu skýrslu; Afl og orkujöfnuður 2022 - 2026.

Gestir viku kl. 10:00 og nefndin ræddi málið.
03.02.2022 5. fundur atvinnuveganefndar Raforkumál
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Erla Sigríður Gestsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Nefndin ræddi málið.
01.02.2022 4. fundur atvinnuveganefndar Raforkumál
Á fund nefndarinnar mættu Jón Páll Hreinsson frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, Kristinn Jónasson frá Snæfellsbæ og Birgir Gunnarsson frá Ísafjarðarbæ.

Þá mættu á fund nefndarinnar Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Magnús Dige Baldursson og Erla Sigríður Gestsdóttir frá umhverfis-, orku og loftslagsáðuneyti, Ingvi Már Pálsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Halla Hrund Logadóttir frá Orkustofnun, Guðmundur Ingi Ásmundsson frá Landsneti og Hörður Arnarson frá Landsvirkjun.

Gestir viku kl. 11:02 og nefndin ræddi málið.