Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2022

Frumkvæðismál (2203055)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.01.2023 34. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2022
Til fundarins komu Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Helgi Gunnarsson frá Vegagerðinni. Þau kynntu framkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir Vegagerðarinnar, stöðu fjárheimilda o.fl. og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um tiltekna þætti í kirkjujarðasamkomulaginu.
28.03.2022 36. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2022
Til fundarins komu Viðar Helgason, Kristinn Hjörtur Jónasson og Kjartan Dige Baldursson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.
07.03.2022 29. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2022
Til fundarins komu Svanhvít Jakobsdóttir, Inga Birna Einarsdóttir, Jóhanna Lind Elísdóttir og Unnar Örn Unnarsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Kl. 10:24. Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Guðmann Ólafsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Unnur Ágústsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu.
Farið var yfir veikleikamat í framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2022.