Reykjavíkurflugvöllur

Frumkvæðismál (2206219)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
09.05.2023 52. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurflugvöllur
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Dag B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson, Glóeyju Helgudóttur Finnsdóttur og Diljá Ragnarsdóttur frá Reykjavíkurborg, Sigrúnu Tryggvadóttur, Birnu Eggertsdóttur og Holberg Másson frá Íbúasamtökum miðborgar og Eggert Hjartarson Claessen, Sigríði Ólafsdóttur og Kjartan Gunnar Kjartansson frá Prýðisfélaginu Skildi, íbúasamtökum Skerjafjarðar sunnan flugvallar. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
04.05.2023 50. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurflugvöllur
Nefndin fékk kynningu á skýrslunni Nýi Skerjafjörður, áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Á fundinn mættu Eyjólfur Árni Rafnsson, Þorgeir Pálsson og Orri Eiríksson sem sátu í starfshópnum sem vann skýrsluna. Auk þeirra mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Friðfinnur Skaftason frá innviðaráðuneytinu.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigrún Björk Jakobsdóttir, Matthías Imsland og Viðar Björnsson frá Isavia.

Því næst mættu Guðrún Björnsdóttir, Magnús Orri Einarsson og Sigurður Hallgrímsson frá Félagsstofnun stúdenta.

Að lokum mætti á fundinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Sigtryggur Magnason og Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmenn ráðherra, Hermann Sæmundsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.
18.10.2022 9. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurflugvöllur
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um vinnu starfshóps sérfræðinga sem vinnur flugfræðilega rannsókn á hinni fyrirhuguðu byggð í Skerjafirði og áhrifum hennar og tiheyrandi framkvæmda á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.
28.06.2022 49. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurflugvöllur
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir því við innviðaráðuneytið að fá aðgang að samskiptum sem hafa átt sér stað að undanförnu við Reykjavíkurborg, Isavia ohf. og Samgöngustofu vegna Reykjavíkurflugvallar.

Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá Reykjavíkurborg um áhrif skipunar starfshóps sérfræðinga á vegum innviðaráðuneytisins á uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði.