Reykjavíkurflugvöllur

Frumkvæðismál (2206219)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.10.2022 9. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurflugvöllur
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um vinnu starfshóps sérfræðinga sem vinnur flugfræðilega rannsókn á hinni fyrirhuguðu byggð í Skerjafirði og áhrifum hennar og tiheyrandi framkvæmda á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.
28.06.2022 49. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurflugvöllur
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir því við innviðaráðuneytið að fá aðgang að samskiptum sem hafa átt sér stað að undanförnu við Reykjavíkurborg, Isavia ohf. og Samgöngustofu vegna Reykjavíkurflugvallar.

Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá Reykjavíkurborg um áhrif skipunar starfshóps sérfræðinga á vegum innviðaráðuneytisins á uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði.