Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit

Skýrsla (2302032)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
04.05.2023 56. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði sérálit.
03.05.2023 55. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið.
29.03.2023 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið.
22.03.2023 47. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Olsen og Henrik Vedeler frá Boston Consulting Group.
08.03.2023 42. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elvar Örn Friðriksson og Friðleif Egil Guðmundsson frá Verndarsjóði villtra laxastofna, Ólaf Inga Sigurgeirsson lektor, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Sigurgeir Bárðarson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
02.03.2023 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Örn Petersen frá Landssambandi veiðifélaga, Flosa Hrafn Sigurðsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en með þeim komu Aðalstein Óskarsson frá Vestfjarðastofu og Jón Björn Hákonarson frá Fjarðabyggð, Auði Önnu Magnúsdóttur frá Landvernd, og Önnu Kristínu Daníelsdóttur og Sæmund Sveinsson frá MATÍS ohf.
01.03.2023 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Láru Jónsdóttur frá Ísafjarðarbæ, Jón Pál Hreinsson frá Bolungarvíkurkaupstað, Þórdísi Sif Sigurðardóttur frá Vesturbyggð, Ólaf Þór Ólafsson frá Tálknafjarðarhreppi, Jón Björn Hákonarson og Valgeir Ægi Ingólfsson frá Fjarðabyggð, Gauta Jóhannesson og Jónínu Brynjólfsdóttur frá Múlaþingi, Berglindi Hörpu Svavarsdóttur og Jónu Árnýju Þórðardóttur frá Austurbrú, og Aðalstein Óskarsson og Sigríði Kristjánsdóttur frá Vestfjarðastofu.
27.02.2023 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Kaldal frá The Icelandic wildlife fund, Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur og Sigfinn Mikaelsson frá VÁ! Félagi um vernd fjarðar og Gunnar Þórðarson frá Lagarlífi - eldi og ræktun.
22.02.2023 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Írisi Bjargmundsdóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Ólaf Árnason, settan forstjóra, og Egil Þórarinsson frá Skipulagsstofnun, Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra, Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur og Hlín Gísladóttur frá Umhverfisstofnun, Hrönn Ólínu Jörundsdóttur forstjóra og Karl Steinar Óskarsson frá Matvælastofnun og Þorstein Sigurðsson forstjóra og Guðna Guðbergsson frá Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
20.02.2023 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, Kolbein Árnason skrifstofustjóra, Berglindi Häsler, Hjalta Jón Guðmundsson og Kristján Frey Helgason frá matvælaráðuneyti.
08.02.2023 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Jakob Guðmund Rúnarsson, Sigríði Kristjánsdóttur og Berglindi Eygló Jónsdóttur frá Ríkisendurskoðun.
06.02.2023 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Jakob Guðmund Rúnarsson, Sigríði Kristjánsdóttur og Berglindi Eygló Jónsdóttur frá Ríkisendurskoðun.