Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi.

Frumkvæðismál (2305243)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið 06.06.2023
Matvælaráðuneytið 05.06.2023
Matvælaráðuneytið 05.06.2023

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.06.2023 64. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi.
Nefndin samþykkti að birta viðbótargögn sem henni bárust um málið frá matvælaráðuneytinu og gögn sem henni bárust frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
02.06.2023 63. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi.
Nefndin samþykkti að birta gögn sem henni bárust um málið frá matvælaráðuneytinu á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
26.05.2023 60. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi.
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og matvælaráðuneyti í framhaldi af fréttum um umsókn Hvals hf. til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi vegna aðstöðunnar í Hvalfirði og að frávik hefðu verið frá reglum varðandi starfsemina undanfarin misseri.
Óskað var eftir:
a) Afriti af skýrslum og eftirlitsskýrlum Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits og MAST frá undanförnum 10 árum.
b) Upplýsingum um það hvaða frávik komu fram á því tímabili og hvernig bætt var úr þeim. Ef ábendingar um frávik leiddu ekki til úrbóta var óskað útskýringa á því hvers vegna ekki var gerð krafa um úrbætur.