Starfsáætlun 154. löggjafarþings

Önnur mál nefndarfundar (2311016)
Framtíðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.11.2023 4. fundur framtíðarnefndar Starfsáætlun 154. löggjafarþings
Í starfsáætlun framtíðarnefndar fyrir árið 2024 er áætlað að halda fimm málstofur um gervigreind og lýðræði. Markmið nefndarinnar er að eiga samtöl við helstu sérfræðinga og ræða framtíðaráskoranir og hugsanlegar sviðsmyndir en það að skoða mismunandi sviðsmyndir auðveldar ákvarðanatöku til framtíðar litið. Mun fyrsta málstofan verða 1. desember þar sem fjallað verður um stöðu og þróun gervigreindar.
Þátttakendur málstofunnar sem fylgjast með í streymi geta sent inn fyrirspurnir á netfangið framtid@althingi.is. Með þessu móti vill framtíðarnefndin opna starf þingsins og eiga samtal við þjóðina.
Fjallaði nefndin um innihald og skipulag málstofana.
07.11.2023 3. fundur framtíðarnefndar Starfsáætlun 2024
Starfsáætlun framtíðarnefndar fyrir árið 2024 var samþykkt samhljóða.