Greinargerð um rannsóknarnefndir

Að tilhlutan forsætisnefndar Alþingis hefur lagaskrifstofa þingsins tekið saman greinargerð um rannsóknarnefndir Alþingis í því skyni að varpa ljósi á hvaða lærdóm megi draga af þeirri reynslu sem fengist hefur af starfi rannsóknarnefndanna frá því að lög nr. 68/2011 voru sett. 

Forsætisnefnd hefur haft greinargerðina til umfjöllunar og hefur falið lagaskrifstofunni að gera tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögunum í samræmi við niðurstöður greinargerðinnar. Greinargerðina og fylgiskjöl má finna hér: