Sendinefnd á vegum utanríkismálanefndar Alþingis í Lundúnum 22.-23. mars

18.3.2010

Sendinefnd á vegum utanríkismálanefndar Alþingis var í Lundúnum 22.-23. mars og átti viðræður við breska þingmenn úr utanríkismálanefnd neðri deildar breska þingsins og einnig með formanni og fulltrúum úr fjárlaganefnd. Jafnframt funduðu íslensku þingmennirnir með vináttuhópi Íslands og Bretlands sem starfar í breska þinginu.

Tilgangur fundanna var að ræða samskipti ríkjanna, stöðu Icesave-málsins og tengd málefni.

Af hálfu utanríkismálanefndar sóttu eftirtaldir þingmenn fundina:
Árni Þór Sigurðsson, formaður (Vg.)
Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður (Samf.)
Birgitta Jónsdóttir (Hreyf.)
Bjarni Benediktsson (Sjálfstfl.)
Gunnar Bragi Sveinsson (Framsfl.)