Forsætisnefnd afgreiðir siðareglumál um ummæli í fréttaviðtali

2.4.2019

Forsætisnefnd, skipuð 7. og 8. varaforseta, afgreiddi á fundi sínum 25. mars 2019 erindi sem henni barst um meint brot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, alþingismanns, á siðareglum fyrir alþingismenn í tilefni af ummælum hans í fréttaviðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 3. desember 2018 og síðari samskipti af því tilefni. Í erindinu var vísað til þess að hátterni þingmannsins hafi verið andstætt 5., 7. og 8. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.

Niðurstaða forsætisnefndar, skipuð 7. og 8. varaforseta í þessu máli, er birt í meðfylgjandi bréfi til málshefjanda. Var niðurstaðan sú að erindið gæfi ekki nægilegt tilefni til frekari athugunar, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.