Fræðsluferð umhverfis- og samgöngunefndar til Bretlands

17.1.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heimsækir Bretland dagana 17.–20. janúar til að kynna sér málefni vindorku, þjóðgarða og friðlanda og almenningssamgöngur.

Í Edinborg í Skotlandi kynnir nefndin sér starfsemi skoska þingsins og fundar með nefnd um orku- og samgöngumál (Net Zero, Energy and Transport Committee). Þá fundar nefndin með þingmannanefnd um endurnýjanlega orku og orkunýtni (Cross-Party Group on Renewable Energy and Energy Efficiency). Einnig á nefndin fund með ráðherra orku- og samgöngumála.

Nefndin fer í heimsókn í vindmyllugarðinn Burnhead Moss og Loch Lomund og Trossachs þjóðgarðinn.

Í Glasgow fundar nefndin með fulltrúum úr borgarstjórn og Strathclyde Partnership for Transport.

Í London á nefndin fund í íslenska sendiráðinu með þingmönnum úr tveimur þingnefndum breska þingsins; viðskipta-, orku- og iðnaðarnefnd (Business, Energy and Industrial Strategy Committee) og umhverfis-, matvæla- og sveitarstjórnarnefnd (Environment, Food and Rural Affairs Committee) og fulltrúum úr loftlagsnefnd (Climate Change Committee). Þá fundar nefndin með stjórn almenningssamgangna í London (Transport for London) og samgönguráðuneytinu (Department for Transport).

Fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar taka þátt í ferðinni Vilhjálmur Árnason formaður, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Bergþór Ólason og Jakob Frímann Magnússon.