Fundur forsætisnefndar á Ísafirði

16.8.2016

Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Ísafirði föstudaginn 12. ágúst sl. Sumarfundir forsætisnefndar eru  haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru heilsdagsfundir þar sem ýmis stærri mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar. 

Auk forseta Alþingis og varaforseta þingsins sitja fundinn skrifstofustjóri Alþingis, aðstoðarskrifstofustjórar og forstöðumaður lagaskrifstofu auk þess sem ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis sitja þann hluta fundarins þar sem fjallað er um málefni þeirra stofnana.

Fundur forsætisnefndar á Ísafirði haustið 2016

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sveinn Arason, Tryggvi Gunnarsson, Karl M. Kristjánsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Gunnarsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Kristján L. Möller, Þorsteinn Sæmundsson, Helgi Bernódusson, Þórhallur Vilhjálmsson, Vigdís Jónsdóttir og Þorsteinn Magnússon. Myndina tók Smári Karlsson blaðamaður á Bæjarins besta Ísafirði.